Meðvitund um umhverfismál er að aukast í samfélaginu. Við vitum margt í dag sem við vissum ekki í gær. Við vitum að plastmagnið í heiminum er orðið svo óheyrilegt að við fáum í okkur plastagnir með mat og drykk. Við vitum að hitastig í heiminum er að hækka svo hratt að við höfum aðeins um […]
Hvað er sóun?
Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sóun? Gæti það verið tengt fatnaði sem hægt er að nýta betur, mat, umbúðum, einnota plasti, kaffi í plast- eða álhylkjum eða álíka? Bein sóun á nýtanlegum vörum er sóun á auðlindum jarðar. En fleira er sóun en bein vannýting á hráefnum. […]
Að byggja upp sjálfbært samfélag
Neysluvenjur Vesturlandabúa ógna náttúrunni og þar með tilvist mannsins. Augljóst er að við kaupum of mikið. Við skiptum út nothæfum vörum og fáum okkur nýjar. Tölur um úrgang fara hækkandi og stór hluti þess sem við setjum á nytjamarkaði endar í landfyllingu. Millistéttin í heiminum fer stækkandi með auknum kröfum um lífsgæði. Við ætlum því […]
Hvað er sjálfbærni?
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru hugtök sem í hugum margra (ef ekki flestra) eru frekar óljós og loðin. Flestir átta sig á að þau hafa eitthvað að gera með umhverfismál og tengja þau lausnum á vandamálum eins og loftslagsvandanum. Margir tengja sjálfbærni við sjálfsþurftarbúskap og telja að við þurfum að fara með samfélagið aftur til […]
Hringrás auðlinda
Í daglegu amstri áttum við okkur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlindir, það er vörur sem búnar hafa verið til úr auðlindum og með auðlindum. Hráefni til framleiðslu eru auðlindir. Til að ná í hráefni þarf meðal annars að bora eftir olíu og vatni, grafa eftir málmum, rækta […]
Stóra pokamálið
Ég er oft spurð að því hvað fólk eigi eiginlega að setja í ruslatunnuna núna þegar plastið er orðið óvinurinn! Þeirri spurningu get ég ekki svarað því við henni er ekkert eitt svar. Lífið væri auðvelt ef við gætum haft eitt gilt ríkissvar fyrir alla en sem betur fer er það fjölbreyttara en svo. Staðreyndin […]
Við áramót
Þá er árið senn á enda og fjölmiðlar keppast við að rifja upp árið, tónlist, hönnun, pólitík eða hvað eina. Um leið og litið er um öxl er spáð til framtíðar. Þá er Facebook búið að koma til skila hver séu merkilegustu augnablik ársins hjá okkur persónulega, enda gerist ekkert merkilegt nema að það sé […]