Snjólaug Ólafsdóttir sjálfbærniráðgjafi á námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan

Sjálfbærni og hamingjan

Heimurinn er að breytast hratt. Við erum orðin meðvituð um margt sem við vorum ekki meðvituð um fyrir stuttu síðan. Loftslagsvandi, plastvandi, útdauði tegunda og meira til. Allt vekur þetta með okkur óhug og fjölmiðlar virðast fullir af slæmum fréttum af umhverfismálum. Hvað er annað hægt en að upplifa sig smáa(n) og vanmáttuga(n) í stóra samhenginu?

En hvað getum við gert? 

Á námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan fer dr. Snjólaug Ólafsdóttir yfir það hvernig hver og einn getur sem best lagt sitt af mörkum við lausn umhverfisvandamála á alheimsskala. Farið er yfir lykilþætti varðandi sjálfbærni, hvernig og hvers vegna einstaklingar skipta máli og hvernig við getum aukið okkar eigin lífshamingju um leið og við breytum til betri vegar í umhverfismálum.

Á námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan er m.a. fjallað um:

  •       Sjálfbærni – hvað er það og hvernig verðum við sjálfbær?
  •       Fréttatengt efni – hvaða áhrif hefur það á okkur og lausn vandans?
  •       Ábyrgð – hvernig vitum við hver okkar ábyrgð er og hvernig tökum við ábyrgð?
  •       Lausnir – hvað getum við gert og hvert er okkar stærsta persónulega framlag til að leysa vandann?

Ávinningur þátttakenda:

  •       Góður skilningur á hugtakinu sjálfbærni og hvað það felur í sér
  •       Aukið sjálfstraust við að greina vörur og þjónustu sem hafa raunverulegan umhverfislegan ávinning frá hinum sem skreyta sig með stolnum fjöðrum
  •       Aukið sjálfstraust varðandi þitt persónulega framlag til loftslagsmála og annara umhverfismála
  •       Betri sýn á hvernig umfjöllum um umhverfismál í samfélaginu hefur áhrif á þig
  •       Verkfæri til jákvæðra breytinga
  •       Aukin meðvitund um hvað gerir þig hamingjusama/n og hvernig má nota það til að breyta til betri vegar í umhverfismálum

Fyrir hverja?

Alla sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og samfélagsins ásamt því að lifa betra lífi.

 Aðeins 16 sæti að hámarki á hvoru námskeiði, lágmarksfjöldi á hvort námskeið eru 10, að öðrum kosti mun námskeiðið falla niður.

Hvar?

Í húsi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Árleyni 8, 112 Reykjavík.

Verð

Almennt verð: 27.900 kr.

Um námskeiðið Sjálfbærni og hamingjan

Ég sat námskeiðið 2019. Ég fræddist mjög og líka af öðrum á námskeiðinu og fór heim uppfull af von og krafti að takast á við áskoranirnar sem eru framundan í umhverfismálum.
Mæli heilshugar með fyrir alla, fólk á öllum aldri. Mjög mikilvægt námskeið og hamingjuaukandi!

Hrefna Guðmundsdóttir

Félags- og vinnusálfræðingur, fyrrverandi formaður félags um jákvæða sálfræði og annar höfundur bókarinnar „Why are Icelanders so happy“.

 

 

Frá námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan með Snjólaugu Ólafsdóttur

Frá námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan með Snjólaugu Ólafsdóttur

Um Snjólaugu

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærniráðgjafi, fyrirlesari og markþjálfi. Snjólaug hefur víðtæka reynslu varðandi sjálfbærni fyrirtækja og einstaklinga. Hún hefur komið að stefnumótun varðandi umhverfis- og sjálfbærnimál, stutt innleiðingu og mótað aðgerðaáætlanir hjá fyrirtækjum og stofnunum. Snjólaug heldur utan um og stýrir hugmyndavinnu og breytingaferli  þegar fyrirtæki þróast hvað varðar lágmörkun kolefnisútblásturs, hringrásarhagkerfið eða aðra þætti sjálfbærni.

Snjólaug hefur kennt námskeið varðandi sjálfbærni í fyrirtækjum, stofnunum og í háskólum. Snjólaug hefur lokið vottuðu markþjálfanámi og notar aðferðir markþjálfunar til að koma skilaboðunum á framfæri og styrkja fólk og fyrirtæki í að taka ábyrgð og velja sín skref í átt að sjálfbærni.  Snjólaug hefur verið leiðtogi (e. Mentor) í samfélagshraðlinum Snjallræði og stutt stjórnendur, frumkvöðla og einstaklinga varðandi sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Þá var Snjólaug ritari Vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi frá 2016 til 2018. Skýrslan er: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi

Lesa meira: Um dr. Snjólaugu Ólafsdóttur