Snjólaug Ólafsdóttir sjálfbærniþjálfi

Þegar loftslagsstefna og/eða sjálfbærnistefna hefur verið gerð tekur við spennandi verkefni, það er innleiðing aðgerða svo markmiðum verði náð. Þetta verkefni felur í sér nýja hugsun, breytta verkferla og breytta menningu á vinnustaðnum. Slíkar breytingar eru langhlaup frekar en spretthlaup. Því er mikilvægt er að missa ekki sjónar á markmiðinu, vera meðvitaður um að til að ganga heilt fjall þarf að taka eitt skref í einu og halda verkefninu lifandi.

Andrými sjálfbærnisetur býður því uppá þjónustu við fyrirtæki og stofnanir í þessu ferli. Stuðning þar sem sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði loftslagsmála, sjálfbærni og samfélagsábyrgðar er komið til skila með fræðslu, markþjálfun og ráðgjöf. 

Stuðningurinn fellst í reglulegum fundum þar sem farið er yfir stöðuna og farið yfir hvaða skref eru næst. Þannig hefur teymið faglegan stuðning til að taka næstu skref og til að halda verkefninu lifandi í dagsins önn. 

Byrjað er á upphafsfundi með teyminu þar sem farið er yfir stöðuna, hvaða markmiðum þau vilja ná og fleira. Í framhaldinu er hist á reglulegum fundum til að koma áfram þeim verkefnum sem teymið vinnur að. Fundirnir eru að öllu jöfnu rafrænir (nema um annað sé samið), stuttir og hnitmiðaðir. Lengri fundir eru haldnir þegar og ef þörf er á. 

Þjónustan er einföld og áhrifarík leið til að nýta tíma starfsmanna betur og sjá til þess að loftslags- og sjálfbærnimarkmiðum sé náð.

  • Þjónustan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja breyta verkferlum og viðhorfum um leið og sjálfbærni er innleidd örugglega í starfsemina. 
  • Regluleg viðvera sérfræðings í sjálfbærni sem fer eftir þörfum viðskiptavinarins. 
  • Þjónustan er framkvæmd með ýmiskona fræðslu, markþjálfun og ráðgjöf
  • Umfang og kostnaður er í samræmi við þarfir og stærð vinnustaðarins.
  • Náið samstarf við starfsfólk, eftirfylgni við innleiðingu og bein tenging aðgerða við loftslags- og sjálfbærnistefnu.
  • Aukinn árangur í stjórnun umhverfis- og sjálfbærnimála
  • Öll þjónusta býðst á íslensku og ensku