Meðvit­und um um­hverf­is­mál er að aukast í sam­fé­lag­inu. Við vit­um margt í dag sem við viss­um ekki í gær. Við vit­um að plast­magnið í heim­in­um er orðið svo óheyri­legt að við fáum í okk­ur plastagn­ir með mat og drykk. Við vit­um að hita­stig í heim­in­um er að hækka svo hratt að við höf­um aðeins um ára­tug til að draga stór­kost­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda ef ekki á illa að fara. Við vit­um að líf­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki er í mik­illi hættu og að dýr sem við treyst­um á fyr­ir af­komu mann­kyns eru í út­rým­ing­ar­hættu svo sem hun­angs­flug­ur.

Nú þegar við erum orðin meðvituð um þetta þá er spurn­ing­in hvernig við bregðumst við. Marg­ar leiðin­leg­ar til­finn­ing­ar fara á flug þegar við les­um um og lær­um um þessi mál.

Til­finn­ing­ar eins og kvíði, sam­visku­bit, von­leysi, hjálp­ar­leysi og reiði.

Við skömm­umst út í aðra; hvers vegna eru aðrir ekki að hugsa um þetta líka, hvers vegna sagði mér þetta eng­inn fyrr, hvers vegna hafa yf­ir­völd ekki gert eitt­hvað, hvers vegna… Við reyn­um að leita auðveldra lausna, ein­hvers eins sem hef­ur stór áhrif. Það ætti að banna að: panta af net­inu, kaupa vör­ur frá Asíu, henda mat, borða kjöt. Oft vilj­um við að sam­fé­lagið hætti að gera það sem við erum ekki að gera nú þegar, því það krefst sem minnst af okk­ur.

Við vilj­um gera allt full­komið

og vilj­um gjarn­an bíða með að taka af skarið fyrr en við vit­um að það sem við ger­um sé al­gjör­lega rétt og þess virði að gera það. Við höld­um oft að okk­ur hönd­um í stað þess að fram­kvæma ef ske kynni að þetta yrði enn eitt „Brúneggja­málið“.

Það myndi gera okk­ur gott að átta okk­ur á þessu, það er að við erum mann­leg, staðan er ekki góð og sann­leik­ur­inn er erfiður. Þegar eitt­hvað er erfitt og vek­ur með okk­ur ótta vilj­um við gjarn­an benda á aðra, við vilj­um að aðrir geri eitt­hvað stór­tækt í mál­un­um því okk­ur finnst okk­ar fram­lag lít­ils virði. Við reyn­um að bægja frá okk­ur til­finn­ing­un­um, hver þarf á því að halda að láta bæta ofan á óör­yggi og sam­visku­bit í dag­legu lífi? Það er víst nægt fyr­ir.

Þess vegna þurf­um við að átta okk­ur á því að við erum ekki og verðum ekki full­kom­in yfir nótt, hvorki sem ein­stak­ling­ar né sem sam­fé­lag. Sam­fé­lagið þarf og mun breyt­ast hratt á næstu árum og við mun­um upp­götva að ein­hverj­ar aðgerðir sem farið var í af góðum hug virkuðu ekki sem skyldi en það þýðir ekki að það sé betra að halda að sér hönd­um.

Til að kom­ast í átt að sjálf­bæru sam­fé­lagi þurf­um við að fara ótroðna slóð,

slóð sem eng­inn hef­ur farið áður. Við mun­um þurfa að vera meðvituð á leið okk­ar og horfa fram veg­inn og þegar við sjá­um að leiðin sem við völd­um end­ar í ógöng­um þurf­um við að snúa við og finna nýja leið. Það eru ekki mis­tök held­ur hluti af ferðalag­inu. Ef við viður­kenn­um það í upp­hafi mun gang­an verða betri en ann­ars hefði orðið. Slepp­um skömm­inni og full­komn­un­ar­árátt­unni, það þyng­ir bara bak­pok­ann.

Við ber­um ekki sök á því hvernig sam­fé­lagi við erum alin upp í, við get­um ekk­ert gert að því að hafa ekki vitað bet­ur. En við ber­um ábyrgð á því hvernig við hög­um okk­ur núna þegar við vit­um bet­ur. En hvað þýðir það? Þurfa all­ir þá að hætta að fljúga, keyra og kaupa? Nei.

Góður byrj­un­ar­punkt­ur er að skoða sig. Hvernig líður þér með þetta allt? Trú­ir þú því að þitt fram­lag skipti máli? Hvað vek­ur áhuga þinn? Hvernig kem­ur þín þekk­ing og reynsla þarna inn?

Með þann leiðar­vísi er hægt að leggja af stað í göng­una, skoða, hlusta, læra.

Tök­um dæmi. Ertu fag- eða áhuga­mann­eskja um elda­mennsku? Hvernig er hægt að nýta mat bet­ur, hvaða mat­ur hef­ur um­hverf­isáhrif og hvernig? Ertu í bygg­ing­ar­vinnu? Hvaða bygg­ing­ar­efni hafa minnst um­hverf­is­spor? Hvernig minnk­ar maður sóun á nýti­legu bygg­ing­ar­efni? Hvernig er best að farga bygg­ingar­úr­gangi? Þannig má heim­færa spurn­ing­ar upp á líf okk­ar. Vafa­laust muntu kom­ast að alls kon­ar hlut­um sem vekja leiðin­leg­ar til­finn­ing­ar en mundu að við ætl­um að skoða þetta án sam­visku­bits og full­komn­un­ar­áráttu. Við ætl­um að beita for­vitni. Við ætl­um að skoða þetta með áhuga og for­vitni. Vera opin fyr­ir breyt­ing­um og fara í göng­una, eitt skref í einu.

Pistill birtur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 13. apríl 2019

Hvernig getur þú sem best lagt þitt af mörkum til að samfélagið nái sjálfbærni? Komdu á námskeiðið Sjálfbærni og hamingjan og finndu þín réttu skref að sjálfbærni.