Grænir leiðtogar. Þú skiptir máli.

Andrými ráðgjöf er nú: Andrými – sjálfbærnisetur

Hugsunin á bak við nafnið Andrými er sú að ef við ætlum að verða sjálfbært samfélag, sem skapað er viljandi og af heilum hug, þá þurfum við að taka okkur andrými til að skoða hvað við virkilega viljum og getum gert varðandi sjálfbærni. Hvar okkar ábyrgð liggur og hvernig við ætlum að bera hana. Það […]

Ákveðum hvað við viljum – ekki bara hvað við viljum ekki

Flest erum við orðin meðvituð um loftslagsvandann og viljum forðast þær geigvænlegur afleiðingar sem hamfarahlýnun mun hafa í för með sér. Mikið er rætt um lausnir, keyra minna, kaupa minna, nýta betur, skipta úr einu í annað betra. Við notum orku og tíma til að forðast það sem við viljum ekki, en höfum við tekið […]

Frá námskeiðinu Sjálfbærni og hamingjan með Snjólaugu Ólafsdóttur

Hver eru tengsl sjálfbærni og hamingju?

Hver eru tengsl sjálfbærni og hamingju? Svarið við þeirri spurningu stendur mér nærri. Ég er sannfærð um að þetta tvennt sé tengt órjúfanlegum böndum. Við getum ekki verið óhamingjusöm og sjálfbær, við getum ekki einusinni verið svona la la á hamingjuskalanum og sjálfbær. Leifðu mér að útskýra. Sjálfbærni hefur þrjár megin stoðir: náttúru, samfélag og […]

Sjálfbærnigangan – eitt skref í einu

Meðvit­und um um­hverf­is­mál er að aukast í sam­fé­lag­inu. Við vit­um margt í dag sem við viss­um ekki í gær. Við vit­um að plast­magnið í heim­in­um er orðið svo óheyri­legt að við fáum í okk­ur plastagn­ir með mat og drykk. Við vit­um að hita­stig í heim­in­um er að hækka svo hratt að við höf­um aðeins um […]

Hvað er sóun?

Hvað er það fyrsta sem þér dett­ur í hug þegar þú heyr­ir orðið sóun? Gæti það verið tengt fatnaði sem hægt er að nýta bet­ur, mat, umbúðum, einnota plasti, kaffi í plast- eða ál­hylkj­um eða álíka? Bein sóun á nýt­an­leg­um vör­um er sóun á auðlind­um jarðar. En fleira er sóun en bein vannýt­ing á hrá­efn­um. […]

Að byggja upp sjálfbært samfélag

Neyslu­venj­ur Vest­ur­landa­búa ógna nátt­úr­unni og þar með til­vist manns­ins. Aug­ljóst er að við kaup­um of mikið. Við skipt­um út not­hæf­um vör­um og fáum okk­ur nýj­ar. Töl­ur um úr­gang fara hækk­andi og stór hluti þess sem við setj­um á nytja­markaði end­ar í land­fyll­ingu. Millistétt­in í heim­in­um fer stækk­andi með aukn­um kröf­um um lífs­gæði. Við ætl­um því […]

Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur Andrými

Hvað er sjálfbærni?

Sjálf­bærni og sjálf­bær þróun eru hug­tök sem í hug­um margra (ef ekki flestra) eru frek­ar óljós og loðin. Flest­ir átta sig á að þau hafa eitt­hvað að gera með um­hverf­is­mál og tengja þau lausn­um á vanda­mál­um eins og lofts­lags­vand­an­um. Marg­ir tengja sjálf­bærni við sjálfsþurft­ar­bú­skap og telja að við þurf­um að fara með sam­fé­lagið aft­ur til […]

Hringrás auðlinda

Í dag­legu amstri átt­um við okk­ur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlind­ir, það er vör­ur sem bún­ar hafa verið til úr auðlind­um og með auðlind­um. Hrá­efni til fram­leiðslu eru auðlind­ir. Til að ná í hrá­efni þarf meðal ann­ars að bora eft­ir olíu og vatni, grafa eft­ir málm­um, rækta […]

Stóra pokamálið

Ég er oft spurð að því hvað fólk eigi eig­in­lega að setja í rusla­tunn­una núna þegar plastið er orðið óvin­ur­inn! Þeirri spurn­ingu get ég ekki svarað því við henni er ekk­ert eitt svar. Lífið væri auðvelt ef við gæt­um haft eitt gilt rík­is­svar fyr­ir alla en sem bet­ur fer er það fjöl­breytt­ara en svo. Staðreynd­in […]