Í dag­legu amstri átt­um við okk­ur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlind­ir, það er vör­ur sem bún­ar hafa verið til úr auðlind­um og með auðlind­um. Hrá­efni til fram­leiðslu eru auðlind­ir. Til að ná í hrá­efni þarf meðal ann­ars að bora eft­ir olíu og vatni, grafa eft­ir málm­um, rækta plönt­ur og dýr og end­ur­vinna notaða vöru. Til að auka virði hrá­efna í hag­kerf­inu og til að sporna við of­notk­un auðlinda stefna yf­ir­völd í Evr­ópu (og víðar) á að koma á hringrás auðlinda, svo­kölluðu hringrás­ar­hag­kerfi.

Vör­ur eru sjaldn­ast úr einu hrá­efni held­ur mörg­um sem geta verið sótt í ólík­ar heims­álf­ur og flutt heims­horna á milli til fram­leiðslu. Við fram­leiðsluna þarf orku, vatn, verk­færi og annað. Ef um stór­ar vör­ur eins og bíla er að ræða eru ólík­ir hlut­ar fram­leidd­ir á mis­mun­andi stöðum í heim­in­um og þeir svo sett­ir sam­an á ein­um stað. Það kost­ar ógrynni orku, auðlind­ir og mannafla að ferðast með allt þetta hrá­efni og vör­ur á milli heims­hluta. Til­bú­in vara er svo send um all­an heim til okk­ar, neyt­enda. Staðreynd­in er sú að

þegar við fáum vör­una hef­ur hún þegar valdið tölu­verðum um­hverf­isáhrif­um,

með úr­gangi, út­blæstri og öðru sem mynd­ast við fram­leiðslu henn­ar. Við not­um svo vör­una eft­ir hent­ug­leika, í stutt­an tíma eða lang­an, og þurf­um svo að farga henni á einn eða ann­an hátt. Þess vegna skipt­ir máli að draga úr neyslu, ekki bara að setja í end­ur­vinnslu.

Þegar við los­um okk­ur við vöru höf­um við þann kost að setja hana í al­mennt rusl, sem þá end­ar í land­fyll­ingu, eða flokka til end­ur­vinnslu. Þegar við flokk­um til end­ur­vinnslu erum við að koma í veg fyr­ir sóun, nýta vör­una áfram og auka virði henn­ar. Fram hef­ur komið í fjöl­miðlum að plast frá heim­il­um á höfuðborg­ar­svæðinu er sent til Svíþjóðar og þar er það brennt til orku­vinnslu að stór­um hluta. Þetta er ekki ákjós­an­leg­asta úrræðið, við vilj­um auðvitað frek­ar end­ur­vinna plastið en eyða því úr hringrás­inni. Sem stend­ur er þetta þó besta úrræðið sem við höf­um á meðan við finn­um leiðir til end­ur­vinnslu og notk­un fyr­ir end­urunnið plast. Mik­il­vægt er að skila líka öðrum efn­um til end­ur­vinnslu, t.d. fatnaði, raf­tækj­um og málm­um. Bent hef­ur verið á að við end­ur­vinnslu áls spar­ast um 95% þeirr­ar orku sem þarf til að búa til nýtt ál. Marg­ir aðrir málm­ar, t.d. í raf­einda­tækj­un­um okk­ar, eru hrein­lega að klár­ast á heimsvísu og mjög mik­il­vægt að þeir fari á rétt­an stað svo að þeir hald­ist í hringrás­inni og við get­um notað þá áfram.

Þótt end­ur­vinnsla sé góð þá er enn mik­il­væg­ara að minnka fram­leiðslu úr nýj­um auðlind­um.

Til að það gangi þarf a.m.k. tvennt að koma til: auk­in fram­leiðsla úr end­urunnu efni (t.d. plasti) og betri nýt­ing á vör­um áður en þeim er fargað. Við neyt­end­ur get­um keypt vör­ur sem end­ast til lengri tíma frek­ar en þær sem skipta þarf út reglu­lega eða keypt notaðar vör­ur. Þá get­um við nýtt hlut­ina okk­ar bet­ur t.d. með því að fara vel með og bera virðingu fyr­ir því sem við eig­um. Ein­fald­ir hlut­ir eins og þrif á heim­ilis­tækj­um og heim­il­is­bíln­um lengja líf­tíma tækj­anna. Þegar við þvoum þvott­inn okk­ar á lægra hita­stigi, not­um minna af þvotta­efn­um og vind­um ekki á full­um snún­ingi för­um við bet­ur með þvott­inn, spör­um orku og lág­mörk­um það magn þvotta­efna sem berst frá okk­ur út í sjó.

Sam­eign­ir og leig­ur á hinum ýmsu vör­um munu verða stærri hluti af sam­fé­lagi okk­ar í framtíðinni. Bóka­söfn eru dæmi um slíkt en víða í Evr­ópu hafa einnig sprottið upp leig­ur fyr­ir verk­færi, úti­legu­búnað og föt sem dæmi. Í Reykja­vík hef­ur Verk­færa­leiga Reykja­vík­ur verið stofnuð (Reykja­vik Tool Li­brary) og í Amster­dam má finna „Fashi­on Li­brary“, eða „tísku­leigu“. Þar er hægt að fá lánuð föt hvort sem er fyr­ir árs­hátíðina eða hvers­dags­lífið.

Því hef­ur verið spáð að í framtíðinni mun­um við ekki eiga okk­ar eig­in tæki á borð við sjón­vörp, held­ur leigja þau af fram­leiðanda eða af þeirri efn­isveitu sem við skipt­um við. Þetta kann að hljóma und­ar­lega í fyrstu en þegar við hug­leiðum þetta sjá­um við að lyk­il­atriði í þess­ari breyt­ingu yrði það að það yrði ekki í hag fram­leiðanda að við mynd­um henda og kaupa nýtt tæki, held­ur að það ent­ist sem lengst og væri sem lengst í leigu og aflaði tekna fyr­ir fyr­ir­tækið. Þegar þessi hugs­un verður kom­in í alla fram­leiðslu mun­um við nota mun minna af auðlind­um án þess að lífs­gæði okk­ar skerðist. Sem er það sem við stefn­um að. Að lifa lífi okk­ar, á okk­ar for­send­um, án þess að ganga óhóf­lega á auðlind­ir nátt­úr­unn­ar.

Pistill birtur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 3. febrúar 2019

Veistu hvernig þú getur lagt þitt af mörkum til hringrásarhagkerfisins? Komdu á námskeiðið Sjálfbærni og hamingjan og finndu þín réttu skref að sjálfbærni.