Hugsunin á bak við nafnið Andrými er sú að ef við ætlum að verða sjálfbært samfélag, sem skapað er viljandi og af heilum hug, þá þurfum við að taka okkur andrými til að skoða hvað við virkilega viljum og getum gert varðandi sjálfbærni. Hvar okkar ábyrgð liggur og hvernig við ætlum að bera hana. Það […]
Ákveðum hvað við viljum – ekki bara hvað við viljum ekki
Flest erum við orðin meðvituð um loftslagsvandann og viljum forðast þær geigvænlegur afleiðingar sem hamfarahlýnun mun hafa í för með sér. Mikið er rætt um lausnir, keyra minna, kaupa minna, nýta betur, skipta úr einu í annað betra. Við notum orku og tíma til að forðast það sem við viljum ekki, en höfum við tekið […]
Hvað er sjálfbærni?
Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru hugtök sem í hugum margra (ef ekki flestra) eru frekar óljós og loðin. Flestir átta sig á að þau hafa eitthvað að gera með umhverfismál og tengja þau lausnum á vandamálum eins og loftslagsvandanum. Margir tengja sjálfbærni við sjálfsþurftarbúskap og telja að við þurfum að fara með samfélagið aftur til […]
Hringrás auðlinda
Í daglegu amstri áttum við okkur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlindir, það er vörur sem búnar hafa verið til úr auðlindum og með auðlindum. Hráefni til framleiðslu eru auðlindir. Til að ná í hráefni þarf meðal annars að bora eftir olíu og vatni, grafa eftir málmum, rækta […]
Við áramót
Þá er árið senn á enda og fjölmiðlar keppast við að rifja upp árið, tónlist, hönnun, pólitík eða hvað eina. Um leið og litið er um öxl er spáð til framtíðar. Þá er Facebook búið að koma til skila hver séu merkilegustu augnablik ársins hjá okkur persónulega, enda gerist ekkert merkilegt nema að það sé […]
Sjálfbær jólasaga
Ég vaknaði með bros a vör. Ég heyrði að stelpurnar voru komnar á fætur og teygði mig í símann, 9:07. Jæja, það var nú bara nokkuð gott! Ég lá í smá stund og renndi yfir gærkvöldið. Ég hafði náð svo góðu samtali við pabba og Ingu systur. Það hafði nú ekki gerst í marga mánuði, […]
Ég tek ekki þátt í stríðinu gegn loftslagsbreytingum
Í daglegu tali fjölmiðla og annarra er oft talað um stríðið eða baráttuna gegn loftslagsbreytingum eða aðra „baráttu“ fyrir bættum umhverfismálum t.d. gegn plasti. Í minni vinnu sem sjálfbærniráðgjafi og sjálfbærnikennari fæ ég oft að heyra „hvernig gengur baráttan?“. Ég velti því stundum fyrir mér við hverja ég eigi að vera að berjast. Eru lið […]