Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sóun? Gæti það verið tengt fatnaði sem hægt er að nýta betur, mat, umbúðum, einnota plasti, kaffi í plast- eða álhylkjum eða álíka? Bein sóun á nýtanlegum vörum er sóun á auðlindum jarðar. En fleira er sóun en bein vannýting á hráefnum. […]
Hringrás auðlinda
Í daglegu amstri áttum við okkur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlindir, það er vörur sem búnar hafa verið til úr auðlindum og með auðlindum. Hráefni til framleiðslu eru auðlindir. Til að ná í hráefni þarf meðal annars að bora eftir olíu og vatni, grafa eftir málmum, rækta […]