Hugsunin á bak við nafnið Andrými er sú að ef við ætlum að verða sjálfbært samfélag, sem skapað er viljandi og af heilum hug, þá þurfum við að taka okkur andrými til að skoða hvað við virkilega viljum og getum gert varðandi sjálfbærni. Hvar okkar ábyrgð liggur og hvernig við ætlum að bera hana. Það mun margborga sig að taka sér umhugsunartíma, kynna sér málin og taka viljandi eitt skref í einu í rétta átt. Ef ekki þá munum við brenna okkur á að hafa farið of hratt af stað en ráða ekki við verkefnið eða vera komin útaf þeirri leið sem við viljum vera á. Þetta er nokkuð sem er erfitt að sætta sig við og framkvæma í nútímasamfélagi þar sem allir eru á harðahlaupum slökkvandi elda og orðin „það er brjálað að gera“ eru eins og medalía á barminn. Sem betur fer erum við að átta okkur á því sem einstaklingar, fyrirtæki og samfélag að gæði vinnu en ekki magnið sker úr um árangur og farsæld. Gæða vinna þarf að vera útsjónarsöm, skipulögð, hafa réttan fókus og koma frá kjarnanum.
Ráðgjöf eða setur?
Samkvæmt nútímamálsmálsorðabók þýðir orðið ráðgjöf: það að gefa ráð, ráðleggingar. Þegar við verðum sjálfbær tökum við okkur andrými til að vita hvað sjálfbærni þýðir fyrir okkur og hvernig við viljum endurspegla það í samfélaginu. Við tökum ábyrgð á okkar eigin skrefum. Andrými skapar rými til að finna rétta leið og veitir leiðsögn á þeirri leið frekar en að gefa ráð.
Sama orðabók segir að setur sé staður fyrir ákveðna starfsemi.
Hjá Andrými – sjálfbærnisetri á þekking á sjálfbærni heima og þangað sækja þau sem vilja fræðast um tækifærin sem felast í sjálfbærni og greina þau verkefni og áskoranir sem felast í því að tileinka sér sjálfbært hugarfar til framtíðar.
Til að skilja hvað sjálfbærni þýðir þarf að skoða og skilja heildarmyndina og sjá sig og sína starfsemi í henni.
Í íslenskri orðsifjabók segir að setur sé aðsetursstaður, athvarf og skjól. Andrými – sjálfbærnisetur er skapað til að vera skjólið, rýmið fyrir þau sem vilja skoða sig í samengi við sjálfbærni. Sú skoðun er ekki einföld og því mikilvægt að fá góðan stuðning á meðan á því stendur.
Andrými – sjálfbærnisetur er staður þar sem þekking og reynsla varðandi þrjár stoðir sjálfbærni: náttúru, samfélag og efnahag koma saman og vinna saman. Þar tala saman ólíkir og líkir aðilar innan samfélagsins, deila hugmyndum, þekkingu og vandamálum, því ekki er hægt að leysa vandamál sem ekki eru rædd. Vandamál munu koma upp þegar við stígum fram til breytinga en þá er gott að vera hluti af samfélagi sem ætlar sér að gera þetta farsællega – saman.
Í orðsifjabókinni áðurnefndu kemur einnig fram að setur þýði (eða hafi áður þýtt) varphilla í bjargi. Sem er lýsandi því sjálfbærnisetur er fæðingastaður nýrra sjálfbærra hugmynda, þar verður hlúð að þeim þar til þær öðlast sjálfstætt líf.
Andrými – sjálfbærnisetur mun styðja við vöxt nýrra leiðtoga í sjálfbærni, við munum þurfa á góðum fyrirmyndum og leiðtogum að halda til sjálfbærrar framtíðar.
Þess vegna kemur nafnabreytingin til. Andrými veit að ekkert ráð dugar öllum, svörin sem við þurfum hafa ekki öll verið fundin. Þess vegna skapar Andrými rými fyrir lausnir.
Andrými – sjálfbærnisetur
- fræðir þau sem vilja læra
- styður þau sem vilja breyta
- þjálfar þau sem vilja leiða
Vilt þú kynna þér hvernig Andrými – sjálfbærnisetur getur aðstoðað þig og þína starfsemi á ykkar vegferð? Upplýsingar um fræðslu, stefnumótun og stuðning er hér á heimasíðunni. Svo má alltaf hafa samband.