Undirbúningur og innleiðing stefnu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð er spennandi og gefandi verkefni. Þetta verkefni felur í sér nýja hugsun, breytta verkferla og breytta menningu á vinnustaðnum. Slík verkefni eru langhlaup frekar en spretthlaup. Því er mikilvægt er að missa ekki sjónar á markmiðinu, vera meðvitaður um að til að ganga heilt fjall þarf að taka eitt skref í einu og halda verkefninu lifandi.

Andrými sjálfbærnisetur býður því uppá þjónustu við fyrirtæki og stofnanir í þessu ferli. Stuðning þar sem sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar er komið til skila með fræðslu, markþjálfun og ráðgjöf. 

Þjónustan er einföld og áhrifarík leið til að nýta tíma stjórnenda betur og hraða innleiðingu sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í starfsemina.

  • Þjónustan hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja breyta verkferlum og viðhorfum um leið og sjálfbærni er innleidd örugglega í starfsemina. 
  • Regluleg viðvera sérfræðings í sjálfbærni sem fer eftir þörfum viðskiptavinarins. 
  • Þjónustan er framkvæmd með ýmiskona fræðslu, markþjálfun (e. executive coaching) og ráðgjöf
  • Umfang og kostnaður er í samræmi við þarfir og stærð vinnustaðarins.
  • Ráðgjöf við val á verkefnum og viðmiðum/stöðlum við innleiðingu sjálfbærni og samfélagsábyrgðar og miðlun upplýsinga bæði útávið og innávið.
  • Náið samstarf við stjórnendur, eftirfylgni við innleiðingu og bein tenging aðgerða við stefnu um sjálfbærni.
  • Markmiðið með þessari leið er að ná auknum árangri í stjórnun umhverfis- og sjálfbærnimála, betri rekstrarniðurstöðu með lægri kostnaði og aukinni ánægju starfsmanna.
  • Öll þjónusta býðst á íslensku og ensku