Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið sóun? Gæti það verið tengt fatnaði sem hægt er að nýta betur, mat, umbúðum, einnota plasti, kaffi í plast- eða álhylkjum eða álíka? Bein sóun á nýtanlegum vörum er sóun á auðlindum jarðar. En fleira er sóun en bein vannýting á hráefnum. […]
Að byggja upp sjálfbært samfélag
Neysluvenjur Vesturlandabúa ógna náttúrunni og þar með tilvist mannsins. Augljóst er að við kaupum of mikið. Við skiptum út nothæfum vörum og fáum okkur nýjar. Tölur um úrgang fara hækkandi og stór hluti þess sem við setjum á nytjamarkaði endar í landfyllingu. Millistéttin í heiminum fer stækkandi með auknum kröfum um lífsgæði. Við ætlum því […]