Hver eru tengsl sjálfbærni og hamingju? Svarið við þeirri spurningu stendur mér nærri. Ég er sannfærð um að þetta tvennt sé tengt órjúfanlegum böndum. Við getum ekki verið óhamingjusöm og sjálfbær, við getum ekki einusinni verið svona la la á hamingjuskalanum og sjálfbær. Leifðu mér að útskýra. Sjálfbærni hefur þrjár megin stoðir: náttúru, samfélag og […]
Sjálfbærnigangan – eitt skref í einu
Meðvitund um umhverfismál er að aukast í samfélaginu. Við vitum margt í dag sem við vissum ekki í gær. Við vitum að plastmagnið í heiminum er orðið svo óheyrilegt að við fáum í okkur plastagnir með mat og drykk. Við vitum að hitastig í heiminum er að hækka svo hratt að við höfum aðeins um […]
Hringrás auðlinda
Í daglegu amstri áttum við okkur ekki alltaf á því að allt sem við erum að nota eru auðlindir, það er vörur sem búnar hafa verið til úr auðlindum og með auðlindum. Hráefni til framleiðslu eru auðlindir. Til að ná í hráefni þarf meðal annars að bora eftir olíu og vatni, grafa eftir málmum, rækta […]
Sjálfbær jólasaga
Ég vaknaði með bros a vör. Ég heyrði að stelpurnar voru komnar á fætur og teygði mig í símann, 9:07. Jæja, það var nú bara nokkuð gott! Ég lá í smá stund og renndi yfir gærkvöldið. Ég hafði náð svo góðu samtali við pabba og Ingu systur. Það hafði nú ekki gerst í marga mánuði, […]
Ég tek ekki þátt í stríðinu gegn loftslagsbreytingum
Í daglegu tali fjölmiðla og annarra er oft talað um stríðið eða baráttuna gegn loftslagsbreytingum eða aðra „baráttu“ fyrir bættum umhverfismálum t.d. gegn plasti. Í minni vinnu sem sjálfbærniráðgjafi og sjálfbærnikennari fæ ég oft að heyra „hvernig gengur baráttan?“. Ég velti því stundum fyrir mér við hverja ég eigi að vera að berjast. Eru lið […]