Markþjálfun fyrir leiðtoga í loftslagsmálum og sjálfbærni
Um leið og sjálfbærni verður mikilvægari í samfélaginu skiptir máli að sjálfbærnileiðtogar fái viðeigandi stuðning í sínum hlutverkum.
Andrými býður stuðning við þessa nýju leiðtoga í íslensku samfélagi.
Leiðtogarnir eru oft einir um að stýra víðtækum verkefnum á sviði sjálfbærni og því mikilvægt að stuðningurinn sé faglegur og byggi á þekkingu og reynslu. Verkefnin geta verið mörg og mismunandi auk þess sem þau krefjast viðhorfs- og verklagsbreytinga starfsfólks. Því er gott að fá speglun á forgangsröðun og stuðning við að halda verkefnunum lifandi í amstri dagsins.
Stuðningurinn felst í leiðtoga markþjálfun (e. leadership coaching) og fræðslu aðlagaða að einstaklingnum og markmiðum hans. Sjálfbærni markþjálfun styrkir nýjan leiðtoga við ákvarðanatökur, að forgangsraða verkefnum og fóta sig í nýju hlutverki.
Þjónustan er einnig í boði rafrænt með Microsoft Teams eða Zoom.
Um sjálfbærni markþjálfun
Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þeim sem sækir markþjálfun (marksækjandi) að þekkja, nýta betur og stækka eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja væntingar og finna lausnir sem henta marksækjandanum og hans vinnustað. Sjálfbærni markþjálfun er stuðningur við að gera framtíðarsýn varðandi sjálfbærni að veruleika.
Sjálfbærni markþjálfun byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið leiðtogans.
Um sjálfbærni markþjálfann
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og fyrirlesari. Snjólaug hefur víðtæka reynslu varðandi sjálfbærni fyrirtækja og einstaklinga. Hún aðstoðar við stefnumótun umhverfis- og sjálfbærnimála, innleiðingu verkefna og mótun aðgerðaáætlana með fyrirtækjum og stofnunum. Snjólaug hefur kennt Sjálfbærni í Háskóla Reykjavíkur og Háskóla Íslands og ýmis námskeið og vinnustofur varðandi sjálfbærni í fyrirtækjum og stofnunum.
Snjólaug hefur viðamikla menntun á sínu sérsviði, hún er með doktorsgáðu í umhverfisverkfræði en hefur einnig lagt áherslu á stjórnun og leiðtogafræði. Hún lauk vottuðu markþjálfanámi 2017.
Lesa meira um dr. Snjólaugu Ólafsdóttur