Stuttir fyrirlestrar
Snjólaug Ólafsdóttir sjálfbærniráðgjafi hjá Andrými sjálfbærnisetri býður uppá staka fyrirlestra sem taka um klukkustund, fyrirlesturinn eru 40 mínútur og reikna má með 20 mínútum í spurningar og umræður, sem geta oft orðið skemmtilegar og líflegar. Í öllum fyrirlestrum er ákveðið málefni í brennidepli og sjónarhornið hvað einstaklingar og fyrirtæki geta gert til að leggja sitt af mörkum. Fyrirlestrarnir henta alls konar hópum; bókaklúbbum, félagasamtökum, saumaklúbbum og vinahópum. Þessi fræðsluerindi er hægt að fá t.d. í hádegishléi fyrir fyrirtæki.
Fyrirlestrarnir eru þessir:
- Upptekni umhverfissinninn. Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt?
- Hringrásarhagkerfið – bara að flokka og skila? Út á hvað gengur hringrásarhugsun? Hvernig notum við hana í rekstri og daglegu lífi? Býr meira að baki en bara að flokka og skila?
- Loftslagsbreytingar – fyrir hverja og til hvers? Hver er staðan í alvöru og hvaða tól höfum við á heimsvísu, á Íslandi, á vinnustöðum og á heimilum til að sporna við breytingunum?
- Sjálfbær jólahugvekja. Hvernig getum við notið jóla án loftslagskvíða og neysluskammar?
Þá tekur Snjólaug að sér að setja saman stutta hvetjandi fyrirlestra um umhverfismál fyrir hin ýmsu tækifæri. Ef þú hefur áhuga á að fá fyrirlestur frá Andrými sjálfbærnisetri, hafðu samband, hafðu samband.
Námskeið og vinnustofur
Auk fyrirlestra býður Snjólaug upp á stutt námskeið og vinnustofur. Þar er fræðslu og æfingum og samtölum blandað saman til að hver og einn geti skoðað sig og sinn vinnustað út frá viðfangsefninu.
- Hringrásarhagkerfið. Hvernig vinnustaðir og einstaklingar geta stutt við framþróun og nýtt þau tækifæri sem skapast.
- Loftslagsstefna. Vinnustofur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja setja sér loftslagsstefnu, skilgreina markmið og fara í aðgerðir.
- Grænir leiðtogar
- Sjálfbærni og hamingjan
Til þess að fá verð á námskeiðum eða taka samtalið um hvaða námskeið hentar þínum hóp, þá er velkomið að hafa samband.
Samfélagsstefna og sjálfbærnimarkmið
Fyrir fyrirtæki er boðið uppá stefnumótun og innleiðingu samfélagstefnu og sjálfbærni. Kynntu þér málið eða hafðu samband.
Streymi Andrýmis
Á Facebooksíðu Andrýmis sjálfbærniseturs hefur dr. Snjólaug Ólafsdóttir verið með streymi sem er öllum opið.
Það er velkomið að deila því með starfsfólki sem hluta af fræðslu um umhverfismál.