Til að koma sér af stað getur fyrirtæki fengið fyrirlestur eða stutt námskeið.

Þegar fyrirtæki stíga fyrsta eða sitt næsta skref í átt að sjálfbærni og samfélagsábyrgð getur það falið í sér að móta heildarstefnu í þessum málum og innleiða sjálfbæra hugsun í kjarnarekstur fyrirtækisins.  

Hvert fyrirtæki er einstakt og taka þarf tillit til þeirra þarfa og fyrirtækjamenningar sem ríkir innan hvers fyrirtækis. Þá þarf að hafa í huga hvaða viðmið eru innan þeirrar greinar sem fyrirtækið starfar. Einnig ætti að notast við annarskonar stefnumótun, gæðakerfi og staðla ásamt öðrum stjórntækjum sem fyrir eru innan fyrirtækis þegar sjálfbærnistefna og markmið eru sett.

Dr. Snjólaug hjá Andrými sjálfbærnisetri:

  • Stýrir stefnumótunarvinnu varðandi sjálfbærni
  • Aðstoðar við að skapa sýn á sjálfbærni innan fyrirtækisins/stofnunarinnar
  • Aðstoðar við markmiðasetningu og aðgerðaráætlanir
  • Aðstoðar við innleiðingu
  • Þjálfar og leiðbeinir ábyrgðaraðilum
  • Gefur reglubundið endurmat sé þess óskað

Snjólaug býður uppá handleiðslu í stefnumótandi vinnustofum þar sem deildir/teymi setja sér markmið og móta aðgerðir. Niðurstöður vinnustofa eru teknar saman og settar upp aðgerðaráætlanir. Snjólaug aðstoðar svo við innleiðingu aðgerða sem leiða að breyttum, sjálfbærari vinnuferlum.

Að auki veitir Snjólaug stuðning við sjálfbærnifulltrúa og sjálfbærniteymi með hugarflugsfundum, upplýsingagjöf eða annað sem tengist sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.